Smelltu hér fyrir upplýsingar um Covid-19
  • Veldu hótel
  • Öll
  • Hótel í Reykjavík
    • Fosshótel Baron
    • Fosshótel Lind
    • Fosshótel Rauðará
    • Fosshótel Reykjavík
    • Grand Hótel Reykjavík
    • Hótel Reykjavík Centrum
    • Hótel Reykjavík Saga
  • Hótel á Norðurlandi
    • Fosshótel Húsavík
    • Fosshótel Mývatn
  • Hótel á Austurlandi
    • Fosshótel Austfirðir
  • Hótel á Vesturlandi
    • Fosshótel Hellnar
    • Fosshótel Reykholt
    • Fosshótel Stykkishólmur
    • Fosshótel Vestfirðir
  • Hótel á Suðurlandi
    • Fosshótel Jökulsárlón
    • Fosshótel Hekla
    • Fosshótel Núpar
    • Fosshótel Vatnajökull
  • Fullorðnir
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • Börn (0-5 ára)
  • 0
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
Til baka

Fosshótel Austfirðir

Fosshotel Eastfjords

Fosshótel Austfirðir er einstaklega fallegt þriggja stjörnu hótel staðsett í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði. Þar er einnig veitingastaður og safn þar sem lífi og starfi franskra sjó­manna er gert skil. Aðgangur að safninu er ókeypis fyrir hótelgesti. 

Starfsemi hótelsins fer fram í 4 byggingum við Hafnargötuna sem hafa verið endurgerðar í samvinnu við Minjavernd. Þekktasta húsið er Franski spítalinn sem var reistur árið 1903 og í notkun sem sjúkrahús í um aldarfjórðung. Húsið var flutt út í Hafnarnes árið 1939 þar sem það var endurreist sem fjölbýlishús og skóli. Við enduruppbyggingu húsanna var lögð áhersla á að endurnýta byggingarefni eins og hægt var. Byggingarnar hlutu menningarverðlaun Evrópu, Europa Nostra á sviði menningararfleiðar vegna þessara umbreytinga en þetta er jafnframt fyrsta verkefnið hér á landi sem hlýtur þessi eftirsóttur verðlaun.

Veitingastaðurinn L'Abri er á hótelinu.

Herbergi   Single / Double / Twin / Triple / Aðgengi fyrir hreyfihamlaða
Fjöldi   47 herbergi
Opið    1.5.22 - 30.10.22

 

Aðstaða og aðbúnaður

  • Frítt þráðlaust internet
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Morgunverður í boði
  • Ókeypis bílastæði
  • Hleðslustöð
Aðgengi
  • Aðgengi fyrir hreyfihamlaða
  • Lyfta
Þjónusta í boði
  • Dagleg þrifaþjónusta
  • Farangursgeymsla
  • Bóka ferðir og afþreyingu
  • Barna- og aukarúm
Matur og drykkir
  • Bar
  • Te- og kaffi aðstaða í herbergjum
  • Veitingastaður
  • Morgunverður í boði
Meira
  • Reyklaust hótel
  • Ókeypis bílastæði
  • Hleðslustöð
  • Hundar leyfðir á afmörkuðu svæði

Upplýsingar
Hafnargata 11-14
750 Fáskrúðsfjörður
Netfang: austfirdir@fosshotel.is
Hópar (5 herbergi eða fleiri): groups@fosshotel.is

+354 470 4070

Herbergin á Fosshótel Austfjörðum

Herbergin á Fosshótel Austfjörðum

47 herbergi í 4 hótelbyggingum sem setja sterkan svip á Hafnargötuna á Fáskrúðsfjarðar.

Allar hótelbyggingarnar skarta helstu sérkennum bygginga frá tímum Franskra sjómanna í bænum og saman mynda þær skemmtilega heild við aðalgötu Fáskrúðsfjarðar. Herbergi hótelsins bjóða upp á nútímalega innréttingar í sambland við franskan stíll en í öllum herbergjum má m.a. finna sjónvarp, útvarp og ókeypis þráðlaust net.

L'Abri Restaurant

L'Abri Restaurant

Kvöldverður með óviðjafnanlegu útsýni yfir bryggjuna og fjörðinn.

Skemmtileg staðsetning L‘Abri veitingahússins gerir gestum kleift að njóta dýrindis máltíðar úti á bryggjunni í kvöldsólinni eða inni í notalegheitum við arineld. Matargerðin er innblásin af frönskum og skandinavískum hefðum og gildum þar sem meginþorri hráefnisins kemur frá bændum og sjómönnum í nágreninu. Innangengt er úr veitingahúsinu í Franska safnið þar sem töfrar liðinna tíma njóta sín til fulls.

Fleiri hótel í nálægð við Austurland
Fosshotel Húsavík

Fosshótel Húsavík er glæsilegt hótel staðsett í hjarta Húsavíkur og í göngufæri við höfnina.

Fosshotel Mývatn

Nýlegt og spennandi hótel á Mývatni, hannað af verðlaunaarkitektum og byggt úr umhverfisvænu byggingarefni.

Fosshotel Vatnajökull

Fosshótel Vatnajökull er vinsælt hótel á fallegum stað rétt fyrir utan Höfn, með einstakt útsýni yfir jökulinn.