Hjá Íslandshótelum höfum við frá byrjun COVID-19 faraldursins lagt mikla áherslu á það að tryggja öryggi bæði gesta og starfsfólks. Við höfum unnið náið með Sjúkratryggingum Íslands og Rauða Krossi Íslands með því að útvega aðstöðu fyrir sóttkví á lokuðum hótelum sem og hýsingu á starfsfólki fyrir sjúkraflutninga. Þetta samstarf hefur reynst okkur afar vel til að innleiða nýja verkferla og þjálfun starfsfólks á öllum okkar hótelum. Þessar aðgerðir eru í stöðugri endurskoðun og hafa það markmið að takmarka líkur á smiti en á sama tíma geta veitt góða þjónustu til okkar gesta.
Jafnframt tekur Íslandshótel þátt í verkefni á vegum Ferðamálastofu sem byggir á erlendri fyrirmynd og ber heitið Hreint og öruggt / Clean & Safe. Þátttakan er loforð til okkar gesta um að þrifum og sóttvörnum sé sinnt af samviskusemi og að öllum reglum yfirvalda sé fylgt.
Helstu snertifletir sóttheinsaðir á herbergi
Gestaherbergi
Rofar og stýrihnappar sótthreinsaðir
Baðherbergi
Skrifborð og yfirborð
Tæki sótthreinsuð
Rúm
Almenn rými
Aðalinngangur
Lyftur og gangar
Gestamóttaka
Veitingastaður
Eldhús
Veitingasvæði
Barsvæði
Okkar fólk
Spa og æfingarsalur
Umhverfi og baksvæði