Sagan er við hvert fótmál í Aðalstrætinu og eru Uppsalir engin undantekning. Uppsalir standa þar sem Ullarstofan var áður, en Ullarstofan var hús Innréttinganna og stóð syðst í Aðalstræti.
Á Uppsölum er boðið upp á létta rétti, tertur og eftirrétti, auk fjölbreytt úrval drykkja. Barinn er tilvalinn fyrir móttökur og til að hafa það huggulegt við arineld.
Nóttu þess að slaka á og fá þér drykk í vingjarnlegu og notalegu umhverfi í hjarta Reykjavíkur.
Borðapantanir og upplýsingar
Fyrir frekari upplýsingar og borðapantanir má einnig hringja í síma 514 6000 eða senda okkur tölvupóst á info@hotelcentrum.is.
Aðalstræti 16, 101 Reykjavík
Opnunartími á Uppsölum er alla daga frá 16:00 - 23:00. Happy Hour frá kl 16:00-19:00.