Nýtt og glæsilegt hótel, Hótel Reykjavík Saga opnaði í Lækjargötu í júlí 2022. Hótelið ljáir Lækjargötunni nýjan blæ og hönnunin er nútímaleg og klassísk í senn. Hótelið er í eigu Íslandshótela og býður upp á 130 herbergi sem eru margbreytileg að lögun og stærð; standard, superior, deluxe, fjölskylduherbergi og svítur.
Hótel Reykjavik Saga er einstaklega vel staðsett í hjarta miðbæjarins, nokkrum skrefum frá Tjörninni, Dómkirkjunni, listasöfnum og fjölmörgum verslunum og veitingastöðum. Á hótelinu verður einnig að finna veitingastaðinn Fröken Reykjavik kitchen & bar. Hótelið mun jafnframt skarta tveimur glæsilegum og rúmgóðum þaksvölum með frábæru útsýni og glerskála í tengibyggingu sem getur nýst fyrir margvíslegar tegundir af móttökum. Hlýlegt og sólríkt útisvæði verður á bak við hótelið með trjám og bekkjum. Á hótelinu verður fyrsta flokks líkamsræktaraðstaða og heilsulind með eimbaði og sánu. Aðgengi er mjög gott þar sem rútustæði verður beint fyrir utan hótelið.
Herbergi | Double / Superior / Deluxe / Fjölskyldu / Svítur / Hjólastóla aðgengi |
Fjöldi | 130 Herbergi |
Opið |
Allt árið |
Veitingastaður og Bar hótelsins opna í október 2022.
Líkamsræktaraðstaða og heilsulind opna í október 2022.
19 - 24 m². Hámark 2 einstaklingar í herbergi.
Aðbúnaður24 - 28 m². Hámark 2 einstaklingar í herbergi.
Aðbúnaður27 - 38 m². Hámark 2 einstaklingar í herbergi.
Aðbúnaður27 - 40 m². Hámark 4 einstaklingar í herbergi.
Aðbúnaður34 - 38 m². Hámark 4 einstaklingar í herbergi.
Aðbúnaður49 m². Hámark 4 einstaklingar í herbergi.
Aðbúnaður64 m². Hámark 4 einstaklingar í herbergi.
AðbúnaðurHótel Reykjavík Centrum er fyrsta flokks hótel, sem er staðsett við eina af elstu götum borgarinnar.