Smelltu hér fyrir upplýsingar um Covid-19
Gildi, áherslur og framtíðarsýn

Gildi, áherslur og framtíðarsýn

Hér má sjá stutta samantekt um gildi fyrirtækisins, hverjar áherslur okkar eru í starfsmannamálum og okkar framtíðarsýn.

Við viljum veita fyrirmyndarþjónustu, sýna frumkvæði og gera betur í dag en í gær. Öll okkar samskipti byggja á hinni gullnu reglu og okkar sameiginlega markmið er að fara fram úr væntingum gesta okkar.

Störf hjá Íslandshótelum

Störf hjá Íslandshótelum

Langar þig að vera hluti af skemmtilegum starfsmannahópi Íslandshótela og starfa?

Hjá Íslandshótelum vinnur fjölbreyttur hópur af fólki og við erum alltaf að leita að duglegum einstaklingum til að ganga til liðs við okkur. Smelltu hér fyrir neðan og skoðaðu hvaða störf eru í boði hjá Íslandshótelum.

Fréttir og greinar

Fréttir og greinar

Hér má finna allar nýjustu fréttir og greinar sem varða okkar málefni og fleira.

Viltu vita hvað er að gerast hjá Íslandshótelum? Hér má finna allar helstu fréttir og greinar sem tengjast hótelkeðjunni sem og þau áform og þau málefni sem við höfum verið að vinna að.

Fjárfestaupplýsingar

Fjárfestaupplýsingar

Upplýsingar og lykiltölur sem snúa að fjárfestum og öðrum hagsmunaaðilum.

Hér má finna skuldabréfalýsingu og ársreikninga Íslandshótela.

Umhverfismál Íslandshótela

Umhverfismál Íslandshótela

Íslandshótel tekur virkan þátt í umhverfismálum samfélagsins og vinnur markvisst að því að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar eins og kostur er.

Við viljum vera í fararbroddi á sviði umhverfismála og leggjum metnað okkar í að styrkja góð málefni sem tengjast umhverfinu. Við vinnum eftir ströngum gæða- og umhverfisstöðlum og eru hótelin okkar meðal annars hlotið Svansvottun, gæðavottun Vakans og Túni. Smelltu hér fyrir neðan til að sjá yfirlýsta umhverfisstefnu Íslandshótela og lesa nánar um hin ýmsu málefni sem tengjast okkur.

Ábyrgðarstefna

Ábyrgðarstefna

Íslandshótel taka virkan þátt í samfélaginu með því að sýna ábyrgð og veita styrki til þarfra málefna.

Íslandshótel setja umhverfismál, forvarnarmál og líknarmál fremst í flokk þegar kemur að styrkveitingum. Að auki veitum við styrki til fjölda íþróttafélaga og ýmiskonar menningarviðburða.

Hundalíf

Hundalíf

Hjá okkur fá allir fjölskyldumeðlimir að gista með, líka hundarnir.

Við bjóðum hunda velkomna á völdum hótelum hringinn í kringum landið. Með þessu reynum við að koma til móts við hundaeigendur og auðvelda þeim skipulagningu ferðalaga sinna innanlands í sumar. Vinsamlegast athugið að sérstakar reglur gilda þó um hundahald á hótelunum.

Hafa samband

Hafa samband

Hafir þú einhverjar spurningar eða fyrirspurnir getur þú sent á okkur línu.

Hér getur þú auðveldlega sent fyrirspurn á allar deildir innan Íslandshótela og við höfum samband við fyrsta tækifæri. Við viljum minna á að skrifstofa Íslandshótela er opin alla virka daga frá kl. 08:00-17:00. Þó flest okkar hótel séu opin allan ársins hring, viljum við vekja athygli á að einstök hótel gætu verið lokuð yfir hávetrartímann.